Lagasafn.  Uppfært til janúar 2003.  Útgáfa 128a.  Prenta í tveimur dálkum.


[Lög um refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslna og hryðjuverka]1)

1998 nr. 144 22. desember

   1)L. 99/2002, 4. gr.
1. gr. Nú hefur starfsmaður lögaðila gefið, lofað eða boðið opinberum starfsmanni gjöf eða annan ávinning til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem tengist opinberum skyldum hans í því skyni að ná eða halda viðskiptum eða öðrum ótilhlýðilegum ávinningi í þágu lögaðilans og er þá heimilt að gera lögaðilanum fésekt. Sama gildir ef slíku er beint að erlendum opinberum starfsmanni eða starfsmanni opinberrar alþjóðastofnunar.
[2. gr. Nú er í starfsemi lögaðila framið brot gegn 100. gr. a – 100. gr. c almennra hegningarlaga og er þá heimilt að gera lögaðilanum fésekt.]1)
   1)
L. 99/2002, 3. gr.
[3. gr.]1) Lög þessi öðlast þegar gildi.
   1)
L. 99/2002, 3. gr.